30. apríl 2013
30. apríl 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Óhæfur ökumaður með barn í bílnum
Kona á fertugsaldri var stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Hún var undir áhrifum áfengis. Með í för var barnið hennar en gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í þágu þess og barnaverndaryfirvöld upplýst um málið. Því miður er mál sem þetta ekki einsdæmi.