Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. september 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Óhæfur ökumaður með barn í bílnum

Þekkt eru dæmi um foreldra sem aka drukknir eða undir áhrifum fíkniefna með börn sín í bílnum. Lætur nærri að slík mál hafi komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu næstum mánaðarlega á síðasta ári. Fáheyrt er hins vegar að afar og ömmur gerist sek um slíkt dómgreindarleysi, en svo bregðast krosstré sem önnur tré. Á dögunum var karlmaður stöðvaður við umferðareftirlit í borginni, en sá reyndist vera drukkinn við stýrið. Maðurinn var ekki einsamall á ferð því með í för var ólögráða barnabarn hans. Afinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð, en gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í þágu barnsins og barnaverndaryfirvöld jafnframt upplýst um málið.