Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. nóvember 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Óhæfur ökumaður

Áttræður ökumaður lenti í vandræðum í umferðinni um helgina og ók bæði á umferðarskilti og kyrrstæðan bíl. Maðurinn slasaðist ekki en var mjög illa áttaður þegar lögreglan kom á vettvang. Í framhaldinu var kallaður til læknir og mat hann það svo að hinn fullorðni ökumaður væri óhæfur til að stjórna ökutæki.