Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

19. september 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ógnandi flugfarþegi handtekinn

Óskað var aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni við að fjarlægja drukkinn og ógnandi farþega sem var að koma með flugi frá Halifax. Um var að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem hóf að haga sér dólgslega strax í upphafi flugs. Var hann ógnandi, með ólæti og barði meðal annars í sjónvarpsskjá sem ætlaður er farþegum. Þá rauf hann innsigli á bakka fyrir björgunarvesti og reif vestið fram. Áhöfn vélarinnar reyndi að tala hann til og róa hann, en án árangurs.