11. maí 2017
11. maí 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ógætilegur akstur í Laugardal – vitni óskast
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að ógætilegum akstri svartrar Opel Astra OPC bifreiðar á göngustíg milli Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Grasagarðsins í Laugardal um fjögurleytið síðdegis mánudaginn 10. apríl sl. Á sama tíma voru tvö ungmenni á vespu á göngustígnum og segja þau að svo virðist sem ökumaðurinn hafi verið að elta þau og ekið hættulega nærri þeim, en talið er að tveir menn á miðjum aldri hafi verið í bílnum.
Þeir sem urðu vitni að þessu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.