Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. nóvember 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ofsaakstur bifhjólamanns

Karl á þrítugsaldri var staðinn að hraðakstri á Reykjanesbraut í Garðabæ snemma í morgun. Maðurinn ók bifhjóli sem mældist á tæplega 150 km hraða. Fyrir brotið á hann yfir höfði sér tveggja mánaða ökuleyfissviptingu og sekt upp á 140 þúsund krónur.