Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. október 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ófölsuð mynt

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintri peningafölsun í kjölfar handtöku tveggja manna í bankaútibúi í Reykjavík í gærmorgun er að mestu lokið. Málið telst upplýst og hefur mönnunum, sem báðir eru erlendir ríkisborgarar og ekki búsettir hérlendis, verið sleppt úr haldi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að ekki var um falsaða mynt að ræða.