Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. september 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Of hraður akstur á Möðrudalsöræfum

Við eftirlit lögreglu um helgina á hringveginum á Möðrudalsöræfum, á Háreksstaðaleið svokallaðri, voru tuttugu og níu ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók mældist á 127 km/klst.

Lögregla mun halda áfram virku eftirliti á þessum vegarkafla. Hún hvetur ökumenn til að gæta að ökuhraða og leggja þannig sitt af mörkum til aukins umferðaröryggis.