Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. september 2025

Oddfellowar - mikilvægt verkefni í þágu samfélagsins

Mikilvægt verkefni til að styðja við einstaklinga og aðstandendur við lífslok.

Oddfellowstúkurnar í Reykjanesbæ hafa hafið vinnu við að endurgera sjúkraherbergi á 2.hæð á HSS, herbergin verða nýtt sem líknarrými. Verið er að leggja lokahönd á herbergi sem Oddfellowar gáfu til HSS árið 2016.

Þetta er mikilvægt verkefni til að styðja við einstaklinga og aðstandendur við lífslok.

Verkefnið er unnið í anda einkunarorða Oddfellow– vináttu, kærleika og sannleika sem endurspeglar viðhorf reglunnar til að styrkja velferð í samfélaginu.

Verkefnið verður kynnt nánar á næstu vikum og munu Oddfellowar upplýsa um framgang þess.