Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. september 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ódæll ökumaður handtekinn

Kona á fertugsaldri var handtekin í Kópavogi í fyrradag en sú var ekki sátt við afskipti lögreglu. Konan var staðin að verki þar sem hún ók bíl án þess að nota bílbelti og var jafnframt að tala í síma án þess að notast við handfrjálsan búnað. Handtakan var þó ekki tilkomin af þeim ástæðum heldur því að konan var mjög þvermóðskufull og sýndi engan vilja til að leysa málið á vettvangi. Hún var því flutt á lögreglustöð og þar var málið klárað. Þegar síðan lá fyrir hver konan var hélt hún sína leið eftir þessi viðskipti við lögregluna.