4. mars 2024
4. mars 2024
Nýtt vatnshreinsikerfi fyrir blóðskilun á SAk
Í síðustu viku var tekið í notkun nýtt vatnshreinsikerfi fyrir blóðskilun á SAk. Um er að ræða byltingu í vatnshreinsimálum og er kerfið mun öruggara og hljóðlátara en fyrra kerfi.
Á myndinni má sjá hópinn sem kom að uppsetningunni á SAk. Frá vinstri: Davíð Björnsson (pípari á tæknideild SAk), Lukas Krines (Fresenius Medical Care), Klaus Vesterbaek (Fresenius Medical Care), Sólveig Tryggvadóttir (hjúkrunarfræðingur á blóðskilun SAk), Sigurrós Halldórsdóttir (Icepharma), Ásbjörn Sigþórsson (tæknideild LSH), Selma Maríusdóttir (deildarstjóri skilunardeildar LSH), Marta Serwatko (vörustjóri LSH), Arnaldur Haraldsson (tæknideild SAk), Stefán Helgi Garðarsson (tæknideild SAk), Karl Kristinn Stefánsson (tæknideild SAk), Nils-Brinks Larsen (Fresenius Medical Care) og Freyja Sigursveinsdóttir (hjúkrunarfræðingur á blóðskilun SAk).
Nýja vatnshreinsikerfið leysir af hólmi 4 minni vatnshreinsitæki sem voru fyrir eina vél hvert áður. Einnig er hægt að hafa eftirlit með ástandi og daglegum meðferðum frá höfuðstöðfum Fresenius Medical Care sem einfaldar allt eftirlit og tilfallandi viðgerðir.
„AquaBPlus kerfið er alger bylting fyrir okkur. Uppsetning hófst í byrjun síðustu viku og strax á fimmtudag gátum við byrjað að notað það. Áður var hávaðinn af hverju tæki 46db (A) í eins meters fjarlægð og það voru fjögur þannig tæki í gangi hverju sinni. Það má því með sanni segja að þetta sé bylting,“ segir Sólveig Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur á blóðskilun SAk.
AquaBPlus vatnshreinsikerfið fyrir blóðskilun fyrir max 6 skilunarvélar er inni í sér herbergi. Kostnaður við nýja kerfið og uppsetningu þess er 18.500.000 kr. sem greiðist af LSH þar sem blóðskilun SAk er útstöð frá skilunardeild LSH.
Nánar má lesa um kerfið hér: https://fmcna.com/products/in-center-hemodialysis-equipment/aquabplus/