Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. júní 2025

Nýtt tölvukerfi eykur öryggi og gæði krabbameinslyfjameðferðar

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið í notkun nýtt stafrænt lyfjafyrirmælakerfi fyrir krabbameinslyfjameðferðir, svokallað Cato-kerfi, sem eykur verulega öryggi og skilvirkni í allri meðferð sjúklinga sem fá krabbameinslyf. Kerfið var fyrst tekið í notkun á Landspítala í lok árs 2022, og hefur nú verið innleitt á SAk.

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið í notkun nýtt stafrænt lyfjafyrirmælakerfi fyrir krabbameinslyfjameðferðir, svokallað Cato-kerfi, sem eykur verulega öryggi og skilvirkni í allri meðferð sjúklinga sem fá krabbameinslyf. Kerfið var fyrst tekið í notkun á Landspítala í lok árs 2022, og hefur nú verið innleitt á SAk.

Cato er sérhannað lokað lyfjakerfi sem nær yfir allt ferlið – frá því að læknir ákveður meðferðina, yfir í blöndun lyfja og lyfjagjöf til sjúklings. Með lokuðu lyfjakerfi er átt við að ekki er lengur verið að handfæra upplýsingar á milli kerfa, heldur er nú um að ræða eitt og sama kerfið, sem heldur utan um allt ferli lyfjameðferðar sjúklinga. Það byggir m.a. á strikamerkjum og skönnun, sem tryggir að sjúklingar fái rétt lyf, í réttum skammti og á réttum tíma. Þetta skiptir sérstaklega miklu máli í krabbameinslyfjameðferð þar sem lyfjagjafir geta verið flóknar, lyf eru oft vandmeðfarin og skammtar þurfa að vera nákvæmir. Með því að innleiða stafrænt og öruggt kerfi eins og Cato er hægt að draga úr villuhættu, auka rekjanleika og létta álagi af heilbrigðisstarfsfólki.

Þverfaglegt teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, lyfjafræðinga og sérfræðingar í upplýsingatækni hafa unnið að innleiðingunni á SAk í um eitt og hálft ár.

Lárus Freyr Þórhallsson, lyfjafræðingur, verkefnastjóri innleiðingar, segir: „Innleiðing Cato-kerfisins er stórt framfaraskref í þjónustu við fólk í krabbameinslyfjameðferð á SAk, þar sem öryggi, samræming, gagnsæi og samvinna fagstétta eru höfð í öndvegi – allt með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi.“