Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. nóvember 2025

Nýtt tímabil Uppbyggingarsjóðs EES er að hefjast - umsóknarfrestir hefjast vorið 2026

Nýtt tímabil Uppbyggingarsjóðs EES er að hefjast og mun bjóða upp á fjölbreytta samstarfsmöguleika milli Noregs, Íslands og Liechtenstein annars vegar og nokkurra Evrópulanda hins vegar, m.a. Póllands, Portúgals, Slóvakíu og Tékklands.

Íslenskar menningar- og listastofnanir hafa notið mikillar velgengni í samstarfi á undangengnu tímabili og hvetjum við áhugasama til að kynna sér fyrri verkefni og hefja undirbúning tímanlega.

Fyrstu umsóknarfrestir

Fyrstu umsóknarfrestir á nýju tímabili Uppbyggingarsjóðs EES verða auglýstir í Póllandi næsta vor. Því er tímabært að fara að huga að mögulegum verkefnum og samstarfsaðilum.

Áherslur sjóðsins á nýju tímabili í menningaráætluninni í Póllandi

  • Aukin þátttaka almennings í menningu og listum

  • Barátta gegn falsfréttum með eflingu lýðræðis og mannréttinda

  • Útbreiðsla menningar og lista í dreifðum byggðum

Umsækjandi í viðtökuríki (t.d. Póllandi) sækir um styrk í sínu heimalandi. Oft er krafa um samstarfsaðila frá Noregi, Íslandi og - eða Liechtenstein.

Fyrir hverja?

  • Skapandi greinar

  • Frjáls félagasamtök

  • Stofnanir

  • Minjastofnanir

  • Menntastofnanir á sviði lista og menningar

Tengslaráðstefna í Varsjá – 14. janúar 2026

Tengslaráðstefna fyrir menningaráætlun Uppbyggingarsjóðs EES í Póllandi verður haldin í Varsjá 14. verður haldin í Varsjá 14. janúar þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að hitta pólsk félagasamtök og stofnanir. Pólska menningarráðuneytið mun útvega ferð og hótelgistingu.

Að minnsta kosti tíu fulltrúum frá Íslandi verður boðið að taka þátt.

Skráning á tengslaráðstefnu í Varsjá til 24. nóvember.

Athugið: Ráðuneytið mun velja þátttakendur og tilkynna niðurstöðu í desember.

Ferðastyrkir í janúar

Einstakir ferðastyrkir til Póllands verða auglýstir í janúar og mun umsóknarfrestur renna út í febrúar.

Næstu skref:

  • Skrá sig á tengslaráðstefnuna

  • Móta verkefnishugmyndir

  • Skoða fyrri verkefni

  • Sækja um ferðastyrki í janúar

  • Skrá sig á póstlista Rannís til að fylgjast með fréttum og opnunum