Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. júní 2025

Nýtt skyggniröntgentæki tekið í notkun á SAk

Í lok mars var nýtt og fullkomið skyggniröntgentæki, Canon NRT Celex, tekið í notkun á myndgreiningardeild Sjúkrahússins á Akureyri. Tækið leysir af hólmi eldra tæki sem hafði verið í notkun í níu ár og tíðar bilanir síðasta árið kallaði á endurnýjun. Nýja tækið markar mikla tækniuppfærslu og býður upp á fjölbreyttari og nákvæmari rannsóknarmöguleika en áður.

Í lok mars var nýtt og fullkomið skyggniröntgentæki, Canon NRT Celex, tekið í notkun á myndgreiningardeild Sjúkrahússins á Akureyri. Tækið leysir af hólmi eldra tæki sem hafði verið í notkun í níu ár og tíðar bilanir síðasta árið kallaði á endurnýjun. Nýja tækið markar mikla tækniuppfærslu og býður upp á fjölbreyttari og nákvæmari rannsóknarmöguleika en áður.

Celex sameinar stafræna skyggnimyndatöku og hefðbundna röntgenmyndatöku í einu tæki og býður upp á sjálfvirkar stillingar, betra aðgengi fyrir sjúklinga og bætt myndgæði með lægri geislun. Með tækinu verða möguleikar myndgreiningardeildar til að framkvæma sérhæfðar rannsóknir meiri en áður – meðal annars meltingarannsóknir, þvagfærarannsóknir og verkjastillingar/deyfingar og mun það draga úr þörf fyrir að senda sjúklinga í slíkar rannsóknir til höfuðborgarsvæðisins. Þá er gert ráð fyrir því að innan árs verði hægt að fara gervigreindaruppfærslu, sem bætir myndgæði enn frekar, ásamt því að draga úr geislun.

Með tilkomu Canon Celex höfum við tekið stórt skref fram á við í bæði tæknilegum búnaði og þjónustu við sjúklinga. Myndgæðin eru frábær, geislaskammturinn lægri og vinnuflæðið orðið mun skilvirkara fyrir starfsfólkið. Tækið nýtist einnig í hefðbundna röntgenmyndatöku, sem eldra tækið gerði ekki. Það sem skiptir þó mestu máli er að við getum nú boðið upp á fleiri og nákvæmari rannsóknir hér heima, sem áður þurfti að leita til höfuðborgarinnar með,“ segir Elvar Örn Birgisson, deildarstjóri myndgreiningardeildar SAk.

Innleiðingu allra rannsóknaraðferða með nýja tækinu verður lokið í lok sumars 2025, en það er þegar komið í virka notkun og nýtist við fjölbreyttar rannsóknir.