8. ágúst 2024
8. ágúst 2024
Nýtt og spennandi millifærslukerfi með snjallsímaaðgengi
Fiskistofa hefur tekið í notkun nýtt millifærslukerfi sem býður upp á einfaldar og þægilegar millifærslur í snjallsíma.
Með nýja kerfinu geta notendur nú framkvæmt millifærslur beint úr símanum sínum, sem bætir aðgengi og einfaldar ferlið. Eins verður nú mögulegt með nýju kerfi að millifæra á báðum fiskveiðiárum frá 1. til 15. September.
Tengjast nýju millifærslukerfi
Gamla millifærslukerfinu verður lokað 21. ágúst næstkomandi, þar sem Ísland.is er að loka fyrir þá innskráningarleið sem það kerfi notar. Við hvetjum alla notendur til að kynna sér nýja kerfið sem fyrst og hefja notkun þess til að tryggja hnökralausa þjónustu.
Athugið
Nýtt umboð þarf fyrir notkun á nýja kerfinu
Eldri umboð virka ekki í nýju kerfi
Vinsamlegast kynnið ykkur leiðbeiningar um veitingu umboðs
Þeir sem þurfa aðstoð eða leiðbeiningar við að nota nýja kerfið eru hvattir til að hafa samband við Fiskistofu í gegnum síma eða með því að senda tölvupóst á fiskistofa@fiskistofa.is.