Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. nóvember 2025

Nýtt kall á vegum NordForsk: “International Joint Initiative for Research Harnessing Disruptive Technologies to Address Global Challenges”

NordForsk tekur þátt í að leiða þátttöku norðurlandanna í umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi til að styðja við þverfaglegar og umbreytandi rannsóknir sem miða að því að nýta umbyltandi tækni til að takast á við hnattrænar samfélagsleg áskoranir og hraða framförum í átt að því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (SDGs).

Vefkynning fyrir norræna rannsakendur

NordForsk mun halda vefkynningu 3. desember kl. 10:00 CET fyrir rannsakendur frá Norðurlöndunum. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu NordForsk.

Kallinu er stjórnað af New Frontiers in Research Fund (NFRF) í Kanada. Allar upplýsingar um kallið má finna á vef NFRF og er umsækjendur hvattir til að kynna sér þær upplýsingar.

Umsækjendur ættu eindregið að skrá sig á lista hjá NFRF til að tengjast öðrum rannsakendum sem hafa áhuga á þessu kalli. Skráningu lýkur 9. febrúar 2026.

Opnað verður fyrir umsóknir í janúar 2026 á vef NFRF.

Í kallinu er umbyltandi tækni skilgreind sem:
„Nýsköpun sem, við notkun, kemur í staðinn fyrir eða breytir kerfum, ferlum og/eða hegðun á róttækan hátt og hefur umbreytandi efnahagsleg eða samfélagsleg áhrif. Áhrifin geta verið staðbundin eða víðtæk. Umbyltandi tækni getur falið í sér byltingarkennda og nýja nýsköpun, eða notkun á fyrirliggjandi nýjungum í nýju samhengi sem leiða til verulegra breytinga eða viðhorfsbreytinga.“

Norrænu rannsóknaráðin sem taka þátt eru:

  • Rannsóknaráð Noregs

  • Rannsóknaráð Finnlands

  • Rannsóknaráð Svíþjóðar

  • Independent Research Fund Denmark

  • Innovation Fund Denmark og

  • Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís)

Þátttaka þeirra er samræmd í gegnum NordForsk, sem er samfjármögnunaraðili kallsins.

Norrænir samstarfsaðilar geta sótt um allt að 17,1 milljón norskar krónur (MNOK) samanlagt og áætlað er að fjármagna þátttöku Norðurlandanna í allt að 12 rannsóknarverkefnum.

Skilyrði þátttöku
Rannsóknahóparnir þurfa að mynda alþjóðlegt teymi með að minnsta kosti þremur þátttakendum, þar af einum í Kanada.

Rannsóknahópar sem sækja um fjármögnun í gegnum NordForsk þurfa að koma frá að minnsta kosti tveimur Norðurlöndum og þarf einn þeirra að gegna hlutverki Co-Principal Investigator.

Norðurlönd eru hér skilgreind sem: Álandseyjar, Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, Ísland, Noregur og Svíþjóð.