14. apríl 2025
14. apríl 2025
Nýtt fyrirkomulag við afgreiðslu skírteina í siglingum
Einfaldara umsóknarferli og styttri afgreiðslutími.

Á næstu dögum og vikum verður tekið upp breytt fyrirkomulag við afgreiðslu atvinnuskírteina, áritana á erlend atvinnuskírteini, undanþága, frests vegna Slysavarnaskóla, sjóferðabóka, haffærisskírteina og fleiri afgreiðslur tengdar siglingum. Eftir breytingarnar verður hægt að ganga frá greiðslu samhliða útfyllingu rafræns umsóknareyðublaðs.
Markmiðið með þessum breytingum er að einfalda umsóknarferlið fyrir umsækjanda og stytta afgreiðslutíma hjá Samgöngustofu hvað varðar reikningagerð og kvittanir til viðskiptavina.