Fara beint í efnið

9. mars 2022

Nýtt á Mínum síðum - Skírteini

Mínar síður á Ísland.is eru í sífelldri þróun og nú geta landsmenn skoðað ökuréttindi sín undir nýjum flokki sem kallast Skírteini.

island-is-linuteikningar-VB-07-L3-05

Mínar síður á Ísland.is eru í sífelldri þróun og nú geta landsmenn skoðað ökuréttindi sín undir nýjum flokki sem kallast Skírteini.

Unnið er að því að bæta við fleiri skírteinum og réttindum eins og t.d. bólusetningarskírteini, skotvopnaleyfi og vegabréfi.

Það verður góður dagur í ekki svo fjarlægri framtíð þar sem við verðum komin með öll okkar skírteini og réttindi sem gefin eru út af hinu opinbera á einn stað.

Við vorum að klára nýjan fídus á mínu síðum sem heitir skírteini og þar er hægt að sjá ökuréttindi einstaklinga og allar upplýsingar sem varða þau réttindi Til að byrja með geta notendur fundið ökuréttindi sín og kannað stöðu þeirra. Unnið er að því að bæta við fleiri skírteinum og réttindum eins og bólusetningarskírteini, skotvopnaleyfi og vegabréfi.

Upplýsingar sem eru aðgengilegar í dag:

  • Útgáfu og lokadagur ökuskírteinis

  • Möguleiki á endurnýjun ökuskírteinis

  • QR kóði til að senda ökuskírteinið í síma

  • Yfirlit yfir réttindaflokka

  • Nafn útgefanda

Það sem kemur í framhaldinu eru ákveðin notendatilvik eins og til dæmis:

  • Útrunnið ökuskírteini

  • Útrunnir réttindaflokkar

  • Svipting réttinda

  • Upplýsingar varðandi endurnýjun réttinda.

Skírteini á Mínum síðum