Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. ágúst 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Nýr yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi

Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ráðinn yfirlögregluþjónn við embætti lögreglustjórans á Austurlandi. Kristján var valinn úr hópi sex umsækjenda um stöðuna.

Fráfarandi yfirlögregluþjónn er Jónas Wilhelmsson Jenssen, sem gegnt hefur stöðu yfirlögregluþjóns frá 1. júlí 2000. Hann lætur af störfum fyrir aldurs sakir.