Fara beint í efnið

27. júlí 2023

Nýr yfirlæknir lyflækningadeildar á Selfossi

Helgi Hafsteinn Helgason sérfræðingur í krabbameinslækningum og klínískri lyfjafræði hefur störf á HSU 1. ágúst.

Helgi Hafsteinn Helgason

Helgi Hafsteinn Helgason sérfræðingur í krabbameinslækningum hefur verið ráðinn yfirlæknir lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi frá og með 1. ágúst 2023.

Helgi er nýfluttur til landsins eftir að hafa starfað í Hollandi til fjölda ára. Helgi lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1996, hann hlaut sérfræðileyfi í krabbameinslækningum 2005 og í klíniskri lyfjafræði 2007. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í krabbameinslækningum við Haaglanden Medical Center í Hag frá árinu 2010. Hann hefur áralanga reynslu af meðferð krabbameinssjúklinga, rannsóknum, kennslu og stjórnun.

Við bjóðum Helga Hafsteinn hjartanlega velkominn til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.