Fara beint í efnið

24. febrúar 2022

Nýr vefur síðar á árinu

Nýr vefur Landskjörstjórnar verður kynntur síðar á árinu. Upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar 2022 er að finna á vefnum kosning.is

Landskjörstjórn Fréttamynd

Upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar 2022 er að finna á vefnum kosning.is

Ný kosningalög nr. 112/2021 tóku gildi 1. janúar 2022 og féllu þá úr gildi eldri lög um kosningar. Með gildistöku laganna var Landskjörstjórn sett á fót sem sjálfstæð stjórnsýslunefnd til þess að hafa yfirumsjón með framkvæmd kosninga og til að annast framkvæmd kosningalaga. Landskjörstjórn heyrir stjórnarfarslega undir ráðherra sem fer með málefni kosninga. Formaður landskjörstjórnar er Kristín Edwald, lögmaður en aðrir í landskjörstjórn eru: Ólafía Ingólfsdóttir og Hulda Katrín Stefánsdóttir, kosnar af Alþingi og Magnús Karel Hannesson og Ebba Schram, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 

Framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar er Ástríður Jóhannesdóttir, lögfræðingur.