Fara beint í efnið

10. nóvember 2022

Nýr umdæmislæknir sóttvarna á Vesturlandi

Þórður Ingólfsson yfirlæknir á heilsugæslustöð HVE í Búðardal er nýr umdæmislæknir sóttvarna í sóttvarnaumdæmi Vesturlands

Nýr umdæmislæknir sóttvarna á Vesturlandi-HVE

Þórður Ingólfsson yfirlæknir á heilsugæslustöð HVE í Búðardal er nýr umdæmislæknir sóttvarna í sóttvarnaumdæmi Vesturlands sem nær yfir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit, Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Húnaþing vestra.

Þórður hefur verið svæðislæknir sóttvarna og staðgengill Þóris Bergmundssonar fráfarandi umdæmislæknis sóttvarna og þekkir verkefnið því vel.

Auk Þórðar eru tveir svæðislæknar sóttvarna, Geir Karlsson yfirlæknir á heilsugæslustöð HVE á Hvammstanga og Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir á heilsugæslustöð HVE á Akranesi.

Þórði er óskað velfarnaðar í þessu nýja verkefni.

Við þessi tímamót eru Þóri Bergmundssyni þökkuð mjög vel unnin störf sem umdæmislæknir sóttvarna um árabil og sérstaklega má geta vinnu hans við gerð viðbragðsáætlana og hið mikla og óeigingjarna vinnuframlag í baráttunni við Covid-19 heimsfaraldurinn allt frá fyrsta degi.