17. nóvember 2004
17. nóvember 2004
Þessi frétt er meira en árs gömul
Nýr starfsmannastjóri
Lögreglan í Reykjavík hefur ráðið Sigríði Hrefnu Jónsdóttur í stöðu starfsmannastjóra og tók hún til starfa 12. nóvember. Staðan var auglýst í ágúst síðastliðnum og var mikill áhugi á starfinu enda voru umsækjendur rúmlega sjötíu. Sigríður Hrefna er með MBA próf frá Háskóla Íslands og hefur starfað undanfarin ár hjá Landsbankanum, lengst af sem starfsþróunarstjóri.
Nýr starfsmannastjóri er boðin velkomin til starfa um leið og fráfarandi starfsmannastjóra, Guðmundi M. Guðmundssyni eru þökkuð hans störf en hann hefur tekið við nýjum verkefnum hjá lögreglunni í Reykjavík.
Hjá lögreglunni í Reykjavík starfa um 350 manns og því ljóst að starf starfsmannastjóra er bæði mjög mikilvægt og krefjandi.
Sólmundur Már Jónssonframkvæmdastjóri rekstrar- og þjónustusviðslögreglustjórans í Reykjavíks. 444 1000