Fara beint í efnið

20. september 2023

Nýr og betri vefur Samgöngustofu á Ísland.is

Samgöngustofa hefur flutt vefsíðu sína yfir á Ísland.is þar sem þarfir notenda eru hafðar í öndvegi. Markmiðið er að nýi vefurinn greiði götu fólks enn frekar, þar verði upplýsingum miðlað með skýrum hætti og þjónusta verði aðgengilegri.

Samgöngustofa - opnun

Samgöngustofa hefur flutt vefsíðu sína yfir á Ísland.is þar sem þarfir notenda eru hafðar í öndvegi. Markmiðið er að nýi vefurinn greiði götu fólks enn frekar, þar verði upplýsingum miðlað með skýrum hætti og þjónusta verði aðgengilegri.

Opnun vefsíðunnar á Ísland.is er mikilvægt skref í stafrænni vegferð Samgöngustofu um að bæta heildarþjónustu við notendur.

Með ákvörðun um flutning vefsins var um leið horft til samvinnu um miðlægt vefsvæði ríkisstofnana og hagkvæmri samnýtingu opinberra innviða. Efni á hinum nýja vef hefur verið endurskoðað og áhersla lögð á greiða og gagnlega miðlun. Yfirfærslan er gerð í samstarfi við Stafrænt Ísland sem hefur það hlutverk að styðja við stafræna vegferð opinberra stofnana.

Notendur eru hvattir til að senda ábendingar á vefur@samgongustofa.is og verða þær nýttar við áframhaldandi þróun nýja vefsins.

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu:

„Við fögnum nýjum vef Samgöngustofu á Ísland.is, sem unninn hefur verið með Stafrænu Íslandi. Hann er mikilvægt skref í stafrænni vegferð sem miðar að því að auðvelda fólki að sækja skýrar upplýsingar og lipra þjónustu. Vefurinn er lykilþáttur þess að tryggja framþróun hjá stofnun sem tekur mið af síbreytilegum þörfum samfélagsins og umhverfislegum þáttum.“

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands:

„Það er mikill liðsstyrkur að fá stóra þjónustustofnun eins og Samgöngustofu í Ísland.is samfélagið. Með þeim kemur mikil reynsla sem mun skila sér í enn betri þjónustu við notendur. Samstarfið við Samgöngustofu hefur verið gott í alla stað og það skilar sér svo sannarlega til notenda í bættri þjónustu og upplýsingagjöf.“