16. september 2024
16. september 2024
Nýr læknir ráðinn á bráðamóttöku SAk
Bergþór Jónsson hefur verið ráðinn í 50% starf sem sérfræðingur í bráðalækningum á bráðamóttöku SAk.
Bergþór starfaði á SAk á tímabilinu 2016-2019 og fluttist síðan til Bandaríkjanna þar sem hann lærði bráðalækningar við Mayo Clinic í Minnesota og viðbótar sérnám í bráðalækningum barna við Children's Minnesota. Hann er með íslenskt og bandarískt sérfræðileyfi í bráðalækningum og mun á næstunni þreyta bandaríska sérfræðiprófið í bráðalækningum barna. Bergþór er einnig sjúkraflutningamaður, leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna og barna, björgunarsveitamaður og leiðbeinandi í fyrstu hjálp hjá björgunarsveitinni Súlum.
Sjúkrahúsið á Akureyri er í mikilli sókn að efla bráðaþjónustu SAk. Bráðar komur eru um 17 þúsund á ári og húsnæði bráðamóttökunnar er tiltölulega nýuppgert og bráðamóttakan vel tækjum búin. Þá hefur bráðamóttaka SAk hlotið viðurkenningu Mats- og hæfisnefndar um sérnám á Íslandi til að mennta sérnámslækna í bráðalækningum og getur státað að góðum starfsanda.