Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. apríl 2025

Nýr gæðastjóri hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Hilda Hólm Árnadóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Hilda hefur B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði, diplómu í stjórnun frá Háskólanum á Akureyri og stundar í dag meistaranám í stjórnun frá sama skóla.

Hilda hefur langa og farsæla reynslu úr heilbrigðisgeiranum sem spannar um tuttugu ár, lengst af sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu á Akureyri og á Landsspítalanum. Þá hefur Hilda starfað sem verkefnastjóri rafrænna sjúkraskrárkerfa, sem gæðavörður, aðstoðardeildarstjóri og deildarstjóri á skurðlækningadeild. Einnig hefur Hilda tekið að sér verkefni á vegum Embættis landlæknis ásamt kennslu við Háskólann á Akureyri.

Við bjóðum Hildu Hólm hjartanlega velkomna í okkar góða hóp.