16. desember 2024
16. desember 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
Nýr deildarstjóri vökudeildar
Sigríður María Atladóttir hefur verið ráðin deildarstjóri vökudeildar.
Sigríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands 2004 og úr meistaranámi í barnahjúkrun við sama skóla 2017.
Sigríður hefur langa starfsreynslu á nýburagjörgæslu en hún hóf störf á deildinni haustið eftir útskrift 2004 og tók við sem aðstoðardeildarstjóri 2016 og hefur verið deildarstjóri á Vökudeild, nýbura- og ungbarnagjörgæslu frá 2019.
„Ég er þakklát traustinu og full tilhlökkunar að leiða áfram öfluga starfsemi nýburagjörgæslu á Landspítala. Saman með öflugu samstarfsfólki sem hefur umhyggju, fagmennsku, öryggi og framþróun að leiðarljósi munum við áfram geta veitt nýburum og fjölskyldum þeirra framúrskarandi þjónustu.“