4. apríl 2022
4. apríl 2022
Nýjar reglur varðandi skil á aflaupplýsingum og gjaldtöku
Aflaupplýsingunum skal skilað áður en skip leggst að bryggju að lokinni veiðiferð og þeir aðilar sem kjósa að nota formið verða að skila því inn með rafrænni undirritun.
Fiskistofa vekur athygli á reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 298/2020, um skráningu og rafræn skil aflaupplýsingu og auglýsingu um (1.) breytingu á auglýsingu nr. 44/2020, um gjaldskrá Fiskistofu sem birtar voru í stjórnartíðindum í dag. Með reglugerðinni er skýrt betur hvernig rafræn skil á aflaupplýsingum til Fiskistofu skuli háttað. Heimilt verður að skila upplýsingum í gegnum vefþjónustu Fiskistofu eða á sérstöku formi sem finna má á vefsíðu Fiskistofu. Í undantekningartilfellum og háð samþykki Fiskistofu getur verið heimilt að skila aflaupplýsingum á pappír.
Aflaupplýsingunum skal skilað áður en skip leggst að bryggju að lokinni veiðiferð og þeir aðilar sem kjósa að nota formið verða að skila því inn með rafrænni undirritun.
Þjónustugjald verður tekið vegna úrvinnslu aflaskráninga sem skilað er í gegnum skráningarform á vefsíðu Fiskistofu með rafrænni undirritun kr. 898,- fyrir hvern dag og vegna skila á pappír kr. 2.050,- fyrir hvern dag. Gjaldtakan hefst á morgun, þann 5. apríl 2022.