Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. ágúst 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Nýjar reglur um fjórhjól

Eftir breytingu á umferðarlögum í sumar má nú aka tilteknum fjórhjólum í almennri umferð. Um það gilda þó ákveðnar reglur en slík hjól verða m.a. að uppfylla kröfur um útblásturs- og hávaðamengun. Reglurnar eru sambærilegar þeim sem gilda um þung bifhjól.

Lögreglan í Reykjavík vill árétta að ökumenn fjórhjóla eiga að nota viðurkennda hlífðarhjálma við aksturinn. Ökuréttindi þurfa líka að vera fyrir hendi og því er akstur slíkra hjóla hvorki fyrir börn né unglinga.

Um þetta er frekar fjallað í umferðarlögum nr. 50.