Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. desember 2025

Nýjar leiðbeiningar EDPB um vinnslu persónuupplýsinga hjá netverslunum, kosning nýs varaformanns og umræða um ýmsar breytingar á regluverki stafræna markaðsins (e. Digital Omnibus proposal)

EDPB hefur samþykkt nýjar leiðbeiningar um vinnslu netverslana á persónuupplýsingum neytenda. Þar að auki ræddi ráðið bandorm ESB og skipaði nýjan varaformann.

Samkvæmt leiðbeiningum EDPB ættu netverslanir eingöngu í undartekningartilvikum að gera kröfu um að neytendur stofni sérstakan aðgang hjá versluninni til að geta gengið frá kaupum. Til að koma í veg fyrir óþarfa upplýsingasöfnun er mælt með því að netverslanir bjóði upp á þann möguleika fyrir neytendur að geta klára kaup sem gestur, þ.e. án þess að stofna aðgang.

Leiðbeiningarnar má finna á vefsíðu EDPB og eru þær í umsagnarferli til 12. febrúar 2026.

Í vikunni hóf EDPB auk þess umræðu um ýmsar breytingar á regluverki stafræna markaðarins en stefnt er að því að EDPB og EDPS gefi sameiginlegt álit um efni breytinganna. Stofnanirnar munu einblína á áhrif á grunvallarréttindi einstaklinga og hvort tillögurnar leiði í raun til einföldunar á regluverkinu. Þegar hafa vaknað spurningar um hvort tillögurnar gangi lengra en nýlega dómaframkvæmd og hvaða áhrif þær geta haft á grunvallarréttindi einstaklinga

Á fundinum var einnig kosið um nýjan varaformann og var Jelena Virant Burnik kosin. Jelena Virant Burnik er forstjóri Persónuverndarstofnunar Slóveníu

Frekari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu EDPB.