Fara beint í efnið

6. janúar 2022

Nýir yfirlæknar á HSN

Jóhann Johnsen var ráðinn í starf yfirlæknis á HSN á Húsavík og Rúnar Sigurður Reynisson hefur hafið störf sem yfirlæknir á HSN á Dalvík

HSN-logo

HSN Húsavík

Gengið hefur verið frá ráðningu yfirlæknis á HSN Húsavík. Starfið var auglýst laust til umsóknar í haust. Jóhann Johnsen, sérfræðingur í heimilislækningum var ráðinn í starfið.

Jóhann hefur undanfarið starfað sem yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á heilsugæslunni í Borgarnesi. Hann hefur 13 ára starfsreynslu sem sérfræðingur í heimilislækningum, bæði í Skandinavíu og hér á landi. Hann starfaði m.a. um tíma sem sérfræðingur í heimilislækningum á HSN Sauðárkróki.

Jóhann hefur störf þann 7. janúar 2022 og er boðinn velkominn til starfa.

HSN Dalvík

Þann 1. nóvember 2021 tók Rúnar Sigurður Reynisson við stöðu yfirlæknis á HSN Dalvík. Rúnar hefur tæplega 30 ára starfsreynslu sem sérfræðingur í heimilislækningum. Síðustu ár starfaði hann á HSN Akureyri og þar áður var hann yfirlæknir á HSA Seyðisfirði í tæp 20 ár.

Rúnar er boðinn velkominn til starfa.