Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. nóvember 2025

Nýbygging Sjúkrahússins á Akureyri - súpufundur og streymi

Þann 19. nóvember kl.12-13 fer fram súpufundur í menningarhúsinu Hofi á Akureyri og í streymi um nýbyggingu SAk. Hlekkur á streymið: https://www.youtube.com/live/_xwnyW06pzA

Nýbygging við Sjúkrahúsið á Akureyri mun verða bylting fyrir heilbrigðisþjónustu á starfssvæði SAk. Í undirbúningsvinnu viljum við eiga í opnu samtali við samfélagið okkar, svara spurningum og hlusta á ábendingar. Hægt er að kaupa súpu og brauð á staðnum fyrir 2.490 kr

  • Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAK opnun

  • Gunnar Líndal, verkefnastjóri á sviði rekstrar og klínískrar stoðþjónustu, fer yfir stöðu verkefnisins, undanfara og áætlanir.

  • Vænt áhrif nýbyggingar á starfsemi, sjúklinga og starfsfólk:

    • Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, deildarstjóri lyflækningadeildar, og Bryndís María Davíðsdóttir, deildarstjóri skurðlækningadeildar.

    • Gestur Guðrúnarson, deildarstjóri dag- og göngudeildar geðsviðs, og Ragnheiður Reykjalín Magnúsdóttir, aðstoðardeildarstjóri dag- og göngudeildar geðsviðs

    • Bernhard Hendrik Gerritsma, deildarstjóri legudeildar geðdeildar og Valborg Lúðvíksdóttir, aðstoðardeildarstjóri legudeildar geðdeildar

  • Björn Gunnarsson, sérfræðingur á gæðadeild, fjallar um sjúkraflug

  • Spurningar og umræður

Fundarstjóri: Hilda Jana Gísladóttir, samskiptastjóri SAk

Hlekkur á streymi: Nýbygging SAk – fyrir okkur öll