Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. nóvember 2025

Ný tækifæri í Digital Europe áætluninni – Gervigreind og stafrænar lausnir!

Evrópusambandið hefur opnað fyrir umsóknir í Digital Europe áætlunina. Áætlunin styður við verkefni tengd gervigreind, stafrænum lausnum og gagnainnviðum.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, stofnanir og einstaka rannsóknaraðila til að taka þátt í metnaðarfullum verkefnum á sviði stafrænnar þróunar.   

Heilbrigðistækni:  

  1. AI-lausnir fyrir læknisfræðilega myndgreiningu 
    DIGITAL-2026-AI-09-SOLUTIONS-CANCER-STEP 
    Fjölþættar AI-lausnir til að styðja við greiningu og meðferð krabbameina. 

  2. Uppbygging gagnainnviða fyrir heilbrigðisgögn 
    DIGITAL-2026-AI-09-DS-HEALTH-TOOL 
    Verkefni sem efla búnað til gagnavinnslu og þjónustu fyrir evrópsk heilbrigðisgögn. 

  3. Gagnainnviði fyrir heilbrigðisgögn – gagnageymsla og vinnsla 
    DIGITAL-2026-AI-09-DS-HEALTH-STORAGE 
    Lausnir sem auka getu til öruggrar gagnageymslu og vinnslu. 

 Opinber stjórnsýsla og sýndarheimar: 

  1. GenAI fyrir opinbera stjórnsýslu 
    DIGITAL-2026-AI-09-GENAI-PA 
    Lausnir sem nýta gervigreind til að bæta þjónustu og ferla í opinberri stjórnsýslu. 

  2. Prófunarumhverfi fyrir sýndarheima 
    DIGITAL-2026-AI-09-VIRTUAL-TESTBEDS-STEP 
    Þróun og prófun á nýjum sýndarheimum og tengdum tækni. 

Sjálfvirkni og farartæki: 

  1. Samstarfsvettvangur fyrir tengda og sjálfvirka bíla framtíðarinnar 
    DIGITAL-2026-AI-09-AUTOMOTIVE 
    Þróun og efling samstarfsvettvangs fyrir sjálfvirka bíla og hraða innleiðingu öruggra og snjallra samgöngulausna í Evrópu 

  2. Skrifstofa fyrir European Connected and Autonomous Vehicle Alliance 
    DIGITAL-2026-AI-09-ECAVA 
    Koma á fót skrifstofu fyrir ECAVA bandalagið sem styður samhæfingu, stefnumótun og samstarf um tengda og sjálfvirka farartækjatækni í Evrópu 

Fjölmiðlar: 

  1. European Digital Media Observatory Hubs 
    DIGITAL-2026-BESTUSE-TECH-EDMO-09-HUBS 
    Stofnun og rekstur svæðisbundinna miðstöðva til að efla notkun stafrænnar tækni og berjast gegn rangfærslum í gegnum European Digital Media Observatory (EDMO). 

Iðnaður og framleiðsla: 

  1. AI-lausnir fyrir framleiðslu 
    DIGITAL-2026-DSM-AI-09-DS-MANUFACTUR-STEP 
    Verkefni sem þróa og prófa gervigreindarlausnir til að bæta framleiðsluferla og auka sjálfbærni. 

 Nánari upplýsingar um Digital Europe áætlunina veitir Sigþrúður Guðnadóttir