Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. maí 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ný lögreglubifhjól

Hjá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðínu eru allir dagar dótadagar, en svo sérstaklega núna. Umferðardeildin var að fá spáný RT1200 BMW mótorhjól, sem munu koma sér einkar vel við umferðarlöggæslu. Hjólin eru búin öllum helstu nýjungum, spólvörn, abs bremsum, fullkomnum forgangsljósum og öllu öðru sem nútíma lögreglumótorhjól þurfa að hafa. Nú má sko sumarið koma!