31. janúar 2019
31. janúar 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ný lög um lögheimili og aðsetur.
Samkvæmt nýjum lögum um lögheimili og aðsetur (lög nr. 80/2018), sem tóku gildi þann 1. janúar sl., geta einstaklingar sem flytja hingað til lands mætt á skrifstofu næsta lögregluembættis og tilkynnt um flutninginn.Skrifstofa lögreglustjórans á Austurlandi, Strandgötu 52, Eskifirði er opin virka daga frá kl. 09:00 – 15:00. Þá er hægt að fá afgreiðslu á öllum lögregluvarðstofum í umdæminu eftir nánara samkomulagi í síma 444 0600.