20. september 2023
20. september 2023
Ný kynningarmyndbönd um störf hjúkrunarfræðinga á SAk á YouTube
Komdu í lið með okkur! Mannauðsdeildin lagði á dögunum í gerð kynningarmyndbanda sem gefa innsýn í störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Myndböndin eru nú aðgengileg á YouTube rás Sjúkrahússins á Akureyri hér og verða notuð með starfsauglýsingum með það að markmiði að gefa innsýn inn í mikilvæg störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þau eru hluti af verkefni mannauðssviðs - Komdu í lið með okkur! - sem snýst um að laða að nýtt starfsfólk, kynna störf og starfsemi SAk og efla kynningu á starfsemi SAk
Að gefnu tilefni er vert að minna á nýja Facebooksíðu sem heldur utan um laus störf við SAk, þaðan er hægt að deila starfsauglýsingum.