Fara beint í efnið

13. ágúst 2024

Ný gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar

Ný gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar tók gildi þann 5. júlí síðastliðinn.

SHH_málverk

Helstu breytingar eru þær að stofnuninn innheimtir núna eitt tímagjald fyrir þjónustu á dagvinnutíma og annað tímagjald utan dagvinnutíma óháð því um hvernig þjónustu er að ræða. Stofnunin innheimtir að lágmarki þrjár klukkustundir fyrir þjónustu sem fer alfarið fram utan dagvinnutíma. Tímagjaldið samkvæmt nýrri gjaldskrá á útseldri vinnu starfsfólks er núna 10.500 kr. á dagvinnutíma og aukið tímagjald utan dagvinnu er 15.000 kr.

Einnig hefur stofnuninn núna heimild til að innheimta akstursgjald vegna þjónustu sem innt er af hendi utan aðseturs hennar og ferðakostnað og dagpeninga fari þjónustan fram utan höfuðborgarsvæðisins.

Gjaldliðir fyrir táknmálsnámskeið hafa einnig verið einfaldaðir og lagaðir að áætluðum tímafjölda í samræmi við evrópska tungumálaramman (CEFR). Táknmálsfólk og nánustu aðstandendur þess er nú undanþegið greiðslu námskeiðsgjalda á öllum táknmálsnámskeiðum stofnunarinnar, en ekki aðeins fjölskyldunámskeiðum.

Gjaldskrána má finna hér