16. nóvember 2023
16. nóvember 2023
Nú getur þú séð upplýsingar um stæðiskort(P-kort) þitt og barna þinna á Mínum síðum á Ísland.is
Þar birtast almennar upplýsingar eins og númer stæðiskorts og gildistími þess. Ekki hægt að nýta upplýsingar úr stæðiskorti sem er að finna í Ísland.is á Mínum síðum í stað stæðiskortsins. Umsækjandi þarf ekki lengur að koma við á skrifstofu sýslumanns nema ef viðkomandi eigi ekki rafræn skilríki.
Umsóknarferlið
Læknir staðfestir þörf á stæðiskorti og sendir læknisvottorð rafrænt til sýslumanns. Það á bæði við um þegar sótt er um í fyrsta sinn sem og við endurnýjun. Í framhaldinu skráir umsækjandi sig inn í umsóknina með rafrænum skilríkjum og fyllir út umsókn um stæðiskort. Ef sótt er um fyrir barn velur forsjáraðili það barn sem um ræðir og heldur umsóknarferli áfram, alltaf þarf að hlaða inn mynd af barni. Aðrir geta valið að hlaða inn mynd eða nýta gæðamerkta mynd úr ökuskírteina kerfi.
Í umsóknarferlinu þarf að velja:
hvort mynd sé sótt úr ökuskírteinaskrá
hvort mynd sé hlaðið inn
hvort senda eigi kortið heim eða sækja á valda skrifstofu sýslumanna
Afgreiðslutími er 3-5 virkir dagar með pósti. 1-3 dagar ef sótt er á einhverja af skrifstofum sýslumanna.