Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. september 2025

Norðurland vestra í júlí 2025

Júlí er gjarnan mikill ferðamánuður, veður var með besta móti og tvær bæjarhátíðir Húnavaka og Eldur í Húnaþingi, ásamt minni hátíðum voru haldnar í mánuðinum. Ekki var teljandi aukning verkefna sem má tengja beint við hátíðirnar að öðru leyti en viðamikið samstarf var samkvæmt venju á milli viðburðahaldara og lögreglu.

Málafjöldi júlí mánaðar er svipaður og fyrri mánuði, eða 605 mál skráð til úrvinnslu hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.

Júlí er gjarnan mikill ferðamánuður, veður var með besta móti og tvær bæjarhátíðir Húnavaka og Eldur í Húnaþingi, ásamt minni hátíðum voru haldnar í mánuðinum. Ekki var teljandi aukning verkefna sem má tengja beint við hátíðirnar að öðru leyti en viðamikið samstarf var samkvæmt venju á milli viðburðahaldara og lögreglu.

Aðstoðarhlutverk lögreglu skv. lögreglulögum 90/1996 er alla jafna viðamikið hjá embættinu, þó verkefnin séu ekki ýkja mörg þá reyna þau gjarnan á útsjónarsemi og fagmennsku lögreglumanna fremur öðru. Lögreglan var til aðstoðar við borgarana í 11 málum þennan mánuðinn, meirihluti þeirra mála voru tilkomin vegna veikinda fólks. Þá var lögreglan til aðstoðar við opinbera aðila í 9 málum, þá einna helst til aðstoðar við félagsmálayfirvöld sem og Þjóðskrá vegna staðfestingar skilríkja.

Embættið er í landbúnaðarhéraði þar sem talsvert er um m.a. sauðfjár- og hrossarækt. Í tveimur tilvikum var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna hestaferða þar sem koma þurfti hrossastóði ýmist yfir þjóðveg eða í gegnum þéttbýli. Þá bárust 10 tilkynningar um að ekið hefði verið á sauðfé og í einu tilviki var tilkynnt um dautt hross utan vegar. Þá var tilkynnt um hvalreka í Húnaþingi Vestra.

Um það bil 65 mál eru er varða afskipti af útlendingum, og er þar um að ræða nokkra fækkun frá fyrri mánuði. Eins og áður eru flest málin tengd umferðalagabrotum en í einhverjum tilvikum er um að ræða mál er tengjast umsóknum um kennitölu og búferlaflutninga.

Þó nokkur mál komu upp er varða neyslu ávana- og fíkniefna og lyfja, í mánuðinum. Alls voru 8 ökumenn stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja. Ákært var fyrir vörslu fíkniefna í nokkrum málum. Í flestum tilvikum var um að ræða kókaín, amfetamín og/eða kannabisefni. Þá var í tveimur málum ákært fyrir ölvunarakstur, í öðru málinu var einnig um að ræða ökumann án ökuréttinda.

Mál er varða heimilisófrið, annars vegar ágreining á milli skyldra og tengdra og heimilisofbeldi voru alls 9 í júlí mánuði. Slík mál fara alla jafna í fastan farveg hjá embættinu, í samvinnu við m.a. félagsmála- og heilbrigðisyfirvöld. Í einu tilviki tók lögreglustjóri ákvörðun um brottvísun af heimili og nálgunarbann. Í tveimur tilvikum var kært fyrir líkamsárás en ein önnur líkamsárás var tilkynnt til embættisins í mánuðinum.

Umferðatengd mál voru fyrirferðarmikil í mánuðinum. Rúmlega 170 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, sem er á pari við fyrri mánuð en þá varð talsverð fjölgun mála. Líkt og áður er yfirleitt um að ræða ökumenn er óku á 110-120 km hraða. Athygli vekur þó að þó nokkuð margir aka enn hraðar. Þá voru nokkuð margir sem óku án gildra ökuréttinda, ýmist vegna þess að hafa verið sviptir ökuréttindum eða hafa ekki sinnt endurnýjun réttinda.

Tveimur ökumönnum var gert að færa bifreiðar sínar til skoðunar, en skráningarmerki voru tekin af 6 bifreiðum. Í einhverjum tilvikum vegna slysa en einnig vegna þess að frestur til að færa umrædd ökutæki til skoðunar var liðinn.

Umferðarslys voru 13 í mánuðinum, sem er tæplega tvöföldun frá fyrri mánuði. Talsvert var um eignatjón en lítið um slys á fólki. Tilkynnt var um bruna í tveimur óskyldum málum, brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, brot á lögum um lax- og silungsveiði sem og brot á vegalögum. Þar að auki bárust tilkynningar frá borgunum vegna aksturslags, hótana og hávaða.