22. janúar 2026
22. janúar 2026
Nordforsk styrkir til menntarannsókna
Auglýst er eftir umsóknum um 21. aldar áskoranir í menntakerfum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Umsóknarfrestur er 22. apríl 2026.

Áhyggjur af lýðræði, skautun og jaðarsetningu fara vaxandi, samtímis hröðum tækniframförum sem hafa áhrif á nám og kennslu. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin, sem lengi hafa verið þekkt fyrir áherslu á jafnrétti, standa frammi fyrir þeirri áskorun að laga sig að breyttum heimi jafnframt því að varðveita grunngildi sín. Auglýsing Nordforsk varðar grunnrannsóknir á sviði menntarannsókna með það að markmiði að skapa nýja þekkingu.
Vefkynning 11. febrúar
Nordforsk verður með vefkynningu og spurningar og svör 11. febrúar kl. 9 að íslenskum tíma.
Skrá mig á vefkynninguna
Tengslalisti
Viltu tengjast öðru vísindafólki sem hefur áhuga að sækja um? Hægt er að skrá sig á tengslalista fyrir 22. mars nk.
Skrá mig á tengslalista
Umsóknarfrestur, fjárhagur og auglýsing
Skilafrestur er 22. apríl 2026, kl. 12 að íslenskum tíma.
Fjárhæð til úthlutunar til Norðurlanda er allt að 65 milljónir norskra króna (NOK).
Norrænir þátttakendur í sama verkefni geta sótt um allt að 13 milljónir norskra króna (NOK).
Helstu þátttökuskilyrði og áherslur
Þáttökulönd eru Norðurlöndin ásamt Eistlandi og Litáen. Norðurlöndin er skilgreind sem: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Færeyjar, Grænland og Álandseyjar.
Rannsóknastofnanir frá a.m.k. þremur Norðurlandanna verða að taka þátt – eða frá a.m.k. tveimur Norðurlandanna og annað hvort Eistlandi eða Litháen.
Rannsóknaverkefnið skal hýsa hjá rannsóknastofnun í einhverju Norðurlandanna eða Eistlandi eða Litáen; ath. sérreglur um þau síðarnefndu. Rannsóknastofnun er skilgreind sem lögaðili, opinber eða einkarekinn, sem hefur það aðalmarkmið að stunda rannsóknir, og greiðir ekki arð af starfsemi sinni).
Hvatt er til virkrar þátttöku yngra vísindafólks, þ.e. á fyrri hluta ferilsins (early-carreer researchers), þ.e. að það sé í lykilstöðum og að verkefnið styðji uppbyggingu starfsferils þess.
Þverfaglegar nálganir: Rannsóknaspurningar ættu að byggja á þverfaglegum grunni.
Samfélagleg áhrif, þ.e. þátttaka aðila á sviði menntmála og þekking sem gagnast fagfólki í menntakerfinu, stjórnkerfinu og fleirum.
Sjá nánar um skilyrði og áherslur í auglýsingu Nordforsk.