21. janúar 2021
21. janúar 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Níu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur við grunnskóla.
Níu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur við Nesskóla í Neskaupstað í gær, en hámarkshraði þar er 30 km/klst. Mæling fór fram á skólatíma. Lögreglan beinir þeim tilmælum til ökumanna að virða reglur um hámarkshraða og gæta sérstaklega að gangandi vegfarendum, ekki síst í námunda við grunnskóla.