3. janúar 2011
3. janúar 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Níu líkamsárásir um helgina
Níu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Fjórar þeirra áttu sér stað í miðborginni en hinar á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Tvær árásanna voru mjög alvarlegar. Í annarri þeirra var karl á fertugsaldri laminn illa á nýársdagsmorgun en í hinni var karl á svipuðu reki sleginn í andlitið aðfaranótt sunnudags. Þeir voru báðir fluttir illa haldnir á sjúkrahús. Árásarmennirnir voru handteknir en þeir eru báðir á þrítugsaldri.