Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. apríl 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Nítján kærðir fyrir hraðakstur

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært nítján ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 124 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Annar ökumaður sem mældist á 122 km hraða, þar sem hámarkshraði er einnig 90 km á klukkustund, var ekki orðinn 18 ára og því var barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið.

Þá urðu nokkrir ökumenn uppvísir að því að virða ekki stöðvunarskyldu eða aka án ökuréttinda. Einn þeirra sem ók sviptur ökuréttindum var með barn sitt í bílnum. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.