Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. september 2025

Niðurstöður þjónustukönnunar endurspegla að þjónustuþegar telja viðmót og framkomu starfsfólks framúrskarandi

Frétt

Í Júlí tók fjármála- og efnhagsráðuneytið ákvörðun um að skipta um þjónustuaðila á þjónustukönnun ríkisstofnana og er hún nú hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Mælaborðin hafa því breyst og gefa stofnuninni enn betra tækifæri til að rýna í niðurstöðurnar með það að markmiði að gera reglulegar umbætur.    

Hér er smá samantekt frá júlí og ágúst mánuði.  

Á þessari mynd má sjá heildaránægju í júlí og ágúst mánuði en samtals 2190 svör bárust frá öllum 10 starfsstöðvum stofnunarinnar.  

Niðurstöður þjónustukönnunar endurspegla að þjónustuþegar telja viðmót og framkomu starfsfólks framúrskarandi.

Símanúmerið 1700 og netspjall á heilsuvera.is 

Í ágúst bættust einnig við spurningar um nýtingu símanúmersins 1700 og netspjallið á heilsuvera.is. Ef við setjum þessi gögn upp í fjöldatölur má sjá t.d. að á Selfossi hafa 1200 einstaklingar svarað könnuninni í júlí og ágúst og þar af 61% nýtt sér á einhverjum tímapunkti þjónustu 1700 símans. Það gerir 732 einstaklinga. 

Opnu svörin bjóða upp á tækifæri til úrbóta en algengasta ábendingin er að of löng bið sé eftir lækni. Við viljum nýta tækifærið að benda á nýtt upplýsingaplagg frá okkur um tímabókanir til að fólk leiti á réttan stað til að tryggja rétta þjónustu hverju sinni.   

Þá eru líka mörg önnur gagnleg svör sem hægt er að nýta til að auka skilvirkni og bæta þjónustu innan HSU. Öll svör eru yfirfarin og tekin til greina hjá stjórnendum hverra starfsstöðva og eininga innan þeirra og leggja þeir sig fram við að vinna úr þeim.  

Dæmi um opin svör 

  • Mér finnst allir sem vinna á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum alveg sérstaklega almennilegir og hjálplegir. Þau eiga hrós skilið sérstaklega þar sem að það er oft mjög mikið að gera en alltaf eru þau hlýleg 

  • Samdægurstímar mikil framför í stað þess að senda alla á bráðavakt sem þurfa að fá lækningu sem fyrst. 

  • Algjörlega til fyrirmyndar. Aldrei fengið jafn gott viðmót á bráðamóttöku, læknirinn var svo athugul og bæði hjúkrunarfræðingarnir og sjúkraliðinn svo almennilegir. Takk fyrir mig. 

  • Sérstaklega athugull og góður læknir í Vík núna. Og ritarinn sem er sumarstarfsmaður einstaklega ábyrg og þægileg í sínu starfi. 

  • Frábær þjónusta. Starfsfólkið mjög vingjarnlegt í Rangárþingi 

  • Frábær þjónusta í ungbarnaeftirliti og mæðravernd í Laugarási. Einnig gott að geta fengið samdægurs tíma hjá lækni ef á þarf að halda, það hefur gengið vel að fá þá tíma þegar þess þarf. 

  • Frábært starfsfólkið á Heilsugæslustöðinni á Höfn