Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. ágúst 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Niðurstaða Landsréttar um tímamörk gæsluvarðhalds

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði þann 11. ágúst s.l. um að maður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar manndráps á Selfossi skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til föstudagsins 25 ágúst n.k. Lögreglustjóri hafði gert kröfu um gæsluvarðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur eða til 8. september n.k.

Úrskurður þessi var kærður til Landsréttar sem hefur nú kveðið upp úr um að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 31. ágúst kl. 16:00