Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. september 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Netuppboð óskilamuna

Í dag, 21.september, hefst netuppboð óskilamuna hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stendur frá 21.-27.september. Fólk ætti því að hafa nægan tíma til að skoða munina og bjóða svo í, ef þeim líst á.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert samning við Vöku um að sjá um uppboðið og verður það haldið á vefsvæði Vöku: https://vaka.is/voruflokkur/uppbod/

Hægt verður að skoða munina í húsnæði Vöku þriðjudaginn 22.9 frá 16-18, fimmtudaginn 24.9 frá 16-18 og laugardaginn 26.9 frá 12-14.