Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. október 2025

Netöryggisoktóber - uppfærum aðgangsorð í Orra

Í tilefni netöryggisoktóber minnir Fjársýslan alla notendur Orra á að uppfæra aðgangsorð sitt sem fyrst. Þetta á við jafnt hvort þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða ekki.

Við mælum með að aðgangsorð séu að lágmarki 14 stafir, innihaldi há- og lágstafi, tölur og tákn – og að þau séu ekki endurnotuð í öðrum kerfum.

Ef þú notar eingöngu rafræn skilríki skaltu breyta aðgangsorði og setja mjög langt og sterkt aðgangsorð (t.d. 20+ stafa) til öryggis.

Sendur var út póstur á alla notendur ORRA í gær, þann 30. október með leiðbeiningum hvernig breyta ætti um aðgangsorð.

  • ATH ef valið er “Týnt notendanafn eða aðgangsorð” - Það tekur allt að 5 mínútur fyrir staðfestingarpóst að berast.

  • Ef enginn póstur berst þá er netfang ekki skráð í Orra og þá þarf að nota rafræn skilríki.

Sjá tölvupóst úr Mailchimp póstkerfi Fjársýslunnar