2. febrúar 2006
2. febrúar 2006
Þessi frétt er meira en árs gömul
Nemendur í Hvolsskóla í starfskynningu
Lögreglumenn á Hvolsvelli hafa tekið á móti ungum og áhugasömum nemendum Hvolsskóla á Hvolsvelli í starfskynningu undanfarið misseri. Þetta verkefni hefur staðið frá s.l. hausti og er heimsókn þeirra til lögreglunnar ein af mörgum heimsóknum til fyrirtækja hér héraði. Myndin hér að ofan er tekin fimmtudaginn 2. febrúar s.l. og sýnir síðasta hópinn sem kom á þessu misseri. Hægt er að skoða heimasíðu Hvolsskóla með því að smella hér.