Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. apríl 2004

Þessi frétt er meira en árs gömul

Náttúruspjöll við Djúpavatn

Lögreglan í Keflavík auglýsir eftir vitnum að utanvegaakstri torfærumótorhjóla við Djúpavatn í Reykjanesfólkvangi. Myndirnar voru teknar þann 28. apríl sl. og sýna náttúruspjöll við nyrðri enda Djúpavatns. Þeir sem vita hver eða hverjir voru hér á ferð eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2400.