27. september 2013
27. september 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Námskeið um starfsemi Europol og gjaldmiðlafölsun
Dagana 25. og 26. september 2013 var í Lögregluskóla ríkisins haldið námskeið, í samvinnu skólans, embættis ríkislögreglustjórans og Europol. Á námskeiðinu var áhersla lögð á að koma upplýsingum um starfsemi Europol og um varnir gegn gjaldmiðlafölsun, ekki síst evru, á framfæri við hóp lögreglumanna og tollvarða.
Tveir sérfræðingar Europol kenndu á námskeiðinu ásamt kennara á vegum Lögregluskóla ríkisins.